Eru allir að verða ruglaðir!

Mér finnst þessi hegðun bílstjóranna alveg út í hött!!!

Nú er ég tvo morgna í röð búin að lenda í hremmingum vegna aðgerða þeirra. Afhverju fara þessir menn ekki í verkfall, afhverju níðast á mér?? Spurning um að beita þeirra eigin meðulum og hópast saman og loka þessa menn inná sínum eigin stöðvum og krefjast lækkunnar bensínverðs, væri gaman að sjá svipin á þessum mönnum þegar þeir kæmust ekki í túrana sína.  Svo eru verið að halda fram að þjóðin styðji þá? það er bara helber della, flestir sem ég ræði við telja þessa menn vera komna langt útfyrir það sem eðlilegt geti talist!

Það sem þessir menn eru að gera er ofbeldi og yfirleitt endar það þannig að þeir sem eru beittir ofbeldi svara einnig með ofbeldi!


mbl.is Mikill hiti í bílstjórum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Þór Sigurjónsson

mikið er ég sammála þér, án þess þó að ég sé mikið að lenda í þeim

Kristinn Þór Sigurjónsson, 3.4.2008 kl. 13:00

2 identicon

og ætliði ennþá að vera á móti þessu ef svo fer að bensínverð lækkar?

Sunna (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 13:05

3 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

það er ríkið leggur á er skattur, ef ríkið ákveður að lækka hann þá verður hann annaðhvort tekinn annars staðar eða vegaframkvæmdir á Íslandi stórminnka sem við megum ekki við. Hvernig væri hjá þessum blessuðum bílstjórum að leggja fyrir og loka bensínstöðvunum?

Held líka að arabísku furstunum sé alveg sama þó þeir flauti fyrir utan ráðuneytin...

Jóhanna Fríða Dalkvist, 3.4.2008 kl. 13:10

4 identicon

Það er engin della að þjóðin styðji þá. Þessir menn eru að reyna að þrýsta á stjórnmálamenn með þessum aðgerðum, sem er meira en flestir aðrir gera. Allar alvöru mótmælaaðgerðir bitna á einhverjum, það er nú bara þannig. Enda hefur það sýnt sig að undirskriftarlistar og táknrænar aðgerðir duga nákvæmlega ekkert.

 Farið bara fyrr af stað í vinnuna og styðja þá sem láta ekki vaða yfir sig

Rúnar Geir (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 13:13

5 identicon

Það er kolrangt að þjóðin styðji þessar aðgerðir þar sem fólki er haldið í gíslingu tímunum saman. Og til hvers? Til að lækka sérstakt gjald á eldsneyti til að borga fyrir samgögnubætur. Gjald sem flestir eru sáttir við. Í raun ætti að leggja hærra gjald á kolefnaeldsneyti eins og fletstar aðrar Evrópuþjóðir gera.

Ari (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 13:21

6 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Svona eru mótmæli...Ef þið viljið að mótmælunum linni þá öskrið á ráðamenn þjóðarinnar. Ég styð bílstjórana.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 3.4.2008 kl. 13:24

7 identicon

Að sjálfsögðu væru allir sáttir við sérstakt gjald EF það færi þá til að bæta samgöngur en það fer bara brot af þessu gjaldi til að bæta samgöngur.

Og þó svo að eitthverjir umhverfissinnar vilji leggja eitthvert mengunar gjald þá efast ég um að vélknúinn farartæki komi til með að menga minna þó að ríkiskassinn bólgni það þarf að skoða verðlagningu á eldsneyti hér á landi afhverju er lægra verð í USA þó að það sé lengra frá mið austurlöndum en við og með mun betra vegakerfi

Róbert H (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 13:57

8 identicon

Frábær hugmynd - ég skal gera mitt besta til að safna saman í lið með þér til að loka þá inni í trukkaportunum!  Ólíkt þeim er ég samt ekki til í að skrópa í vinnu til þess.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 14:26

9 identicon

telur róber þá að þessir skattar fari bein í vasa þingmanna að frátaldri þessari litlu upphæð sem hann talar um? Skattar eru greiddir til þess að halda uppi landinu, við erum öll ríkið og af sjálfsögðu eru skatar réttlætanlegir

kjs (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 15:38

10 identicon

Mjög góð hugmynd að mótmæla mótmælunum með því að loka þá inni og gá hvernig þeim lýst á það, ég er til í það utan vinnutíma þó eins og Bragi leggur til

Smári (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri Arnar Þórisson

Höfundur

Snorri Arnar Þórisson
Snorri Arnar Þórisson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband